09:44 

{mosimage}

 

(Arenas ræðir við Eddie Jordan þjálfara í leiknum í nótt)

 

 

Washington Wizards burstaði Toronto Raptors 109-129 í NBA deildinni í nótt og unnu þar með sinn þriðja sigur í röð í deildinni. Antwan Jamison og Gilbert Arenas fóru fyrir Wizards í nótt báðir með 25 stig og Chris Bosh gerði 25 stig fyrir Raptors en athygli vakti að hann tók aðeins eitt frákast í leiknum en Bosh er leikmaður sem jafnan hefur verið að landa tvennum fyrir Raptors.

 

Önnur úrslit næturinnar:

 

New York Knicks 99-100 Seattle Supersonics

Minnesota Timberwolves 117-107 Los Angeles Lakers

Dallas Mavericks 102-89 New Jersey Nets

Denver Nuggets 106-91 New Orleans Hornets

Sacramento Kings 102-98 Indiana Pacers

Portland TrailBlazers 94-99 San Antonio Spurs

 

(Mynd AP/Jacquelyn Martin)

 

nonni@karfan.is