20:11 

{mosimage}

 

(Mikið mun mæða á Bosh í kvöld sem fyrr) 

 

Sjö leikir fara fram í NBA deildinni í nótt og verður leikur Washington Wizards og Toronto Raptors í beinni útsendingu þar sem stórstjörnurnar Gilbert ,,Agent Zero” Arenas og Chris Bosh verða í aðalhlutverkum. Leikurinn hefst á miðnætti eða kl. 00:00 í kvöld. Wizards hafa til þessa unnið 32 leiki en tapað 25 en Raptors hafa unnið 32 leiki og tapað 28. Wizards hafa nú unnið tvo leiki í röð síðan Caron Butler og Antwan Jamison snéru aftur í leikmannahóp liðsins eftir meiðsli en Raptors hafa tapað síðustu tveimur leikjum.

 

Aðrir leikir kvöldsins:

 

New York Knicks – Seattle Supersonics

Minnesota Timberwolves – Los Angeles Lakers

Dallas Mavericks – New Jersey Nets

Denver Nuggets – New Orleans Hornets

Sacramento Kings – Indiana Pacers

Portland Trail Blazers – San Antonio Spurs

 

nonni@karfan.is