10:36

{mosimage}

Phoenix Suns tryggði sér í nótt sæti í úrslitum bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar þegar liðið vann Houston Rockets, 103:82. Leandro Barbosa skoraði 32 stig fyrir Phoenix sem hefur unnið 49 leiki og tapað 14 í riðlakeppninni.

Endi var bundinn á sigurgöngu Dallas Mavericks í nótt, sem tapaði fyrir Golden State Warriors, 117:100. Fram að þessum leik hafði Dallas unnið 17 leiki í röð.

Úrslit annarra leikja í nótt voru þau, að Charlotte Bobcats vann Orlando Magic, 119:108, Toronto Raptors vann Milwaukee Bucks, 108:93, og New Jersey Nets vann Memphis Grizzlies, 113:102.

www.mbl.is