08:54 

{mosimage}

 

 

 

Phoenix Suns hafði betur í viðureign toppliðanna tveggja í bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar í nótt. Phoenix vann Dallas Mavericks, 129:127, í tvíframlengdum leik í Dallas en liðin tvö eru þau einu, sem þegar hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Amare Stoudemire skoraði 41 stig fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 32 stig, þar af 10 stig á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas.

 

Úrslit í öðrum leikjum í nótt voru þessi:

 

Orlando 101, Utah 90
Toronto 104, New York 94
Chicago 88, Philadelphia 87
Washington 112, Indiana 96
Charlotte 111, Sacramento 108
Boston 109, Atlanta 88
Cleveland 118, Memphis 96
Houston 109, L.A. Clippers 105
Detroit 87, Portland 75

 

www.mbl.is