12:00

{mosimage}
(Krystkowiak að leiðbeina Michael Redd í nótt)

Larry Krystkowiak sem var ráðinn þjálfari Milwaukee Bucks í fyrradag kom heldur betur á óvart í nótt þegar liðið hans lagði liðið San Antonio að velli, 101-90. Karfan.is ákvað að fræðast aðeins um hann.

Larry Krystkowiak lék körfubolta með University of Montana frá 1982-1986. Þar stóð hann sig frábærlega og þegar hann útskrifaðist þaðan var hann stigahæsti og frákastahæsti leikmaður í sögu skólans með 2.017 stig og 1.105 fráköst. Þau met standa enn í dag. Árið 1989 varð hann fyrsti leikmaður í sögu skólans til að fá treyju sínu hengda upp í rjáfur.

Hann var valinn í nýliðavalinu af Chicago Bulls árið 1986 og lék hann samtals 9 ár í NBA. Eftir aðeins 1 tímabil með Chicago fór hann til Milwaukee þar sem hann lék næstu 5 árin. Þar skoraði hann 9.8 stig og tók 6 fráköst í 225 leikjum. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum og missti hann m.a. af öllu 1990-91 tímabilinu. Eftir veru sína hjá Milwaukee spilaði hann með San Antonio, Utah, Orlando og Lakers. Hann skoraði 8.2 stig, tók 4.9 fráköst og gaf 1.2 stoðsendingar í þeim 420 leikjum sem hann lék.

{mosimage}
(Hann lék 9 tímabil í NBA)

Eftir feril sinn sem leikmaður gerðist hann þjálfari. Hann hóf þjálfun árið 1998 og hefur hann þjálfað víða. Hann þjálfaði í College og High School alveg þangað til hann tók við Idaho Stamped í CBA-deildinni árið 2003. Undir stjórn hans setti liðið félagsmet með því að vinna 37 leiki og tapa aðeins 16 tímabilið 2003-04. Eftir það tók hann við gamla háskólanum sínum, University of Montana, og þjálfaði hann þá í tvö ár eða alveg þangað til hann gekk til liðs við Milwaukee fyrir þetta tímabil. Undir stjórn hans unnu Montana Grizzlies 42 leiki og töpuðu 40. Komst skólinn bæði árin í NCAA úrslitakeppnina ásamt því að vinna Big Sky Conference-riðilinn.

Hann gekk til liðs við Milwaukee sem aðstoðarþjálfari 2006 og var ráðinn aðalþjálfari 14. mars 2007.

Hann er giftur og á þrjá syni.

heimild: nba.com og espn.com

Stebbi@karfan.is