12:40

{mosimage}
(Steve Patterson er hættur)

Steve Patterson, forseti og framkvæmdarstjór Portland Trailblazers, kom öllum á óvart í gær og tilkynnti að hann hefði sagt upp störfum hjá félaginu.

Tod Leiweke sem er einn framkvæmdarstjór Seattle Seahawks í NFL-deildinni mun leysa Patterson af þangað til nýr framtíðarstarfsmaður finnst.

Patterson hefur starfað um árabil hjá Portland en hann varð forseti árið 2003 og síðan framkvæmdarstjóri síðastliðið sumar þegar félagið rak þáverandi framkvæmdarstjóra John Nash.

Félaginu hefur gengið illa undanfarin ár þrátt fyrir að eigandi liðsins, Paul Allen, hafi dælt peningum í félagið. Portland mun ekki ná inní úrslitakeppnina í ár en vandamál hafa verið innan sem utan vallar hjá þeim. Leikmenn liðsins hafa verið að koma sér í vandræði utan vallar og félagið hefur deilt við Portlandborg varðandi nýjan leikvang. Hefur félagið verið orðað nokkrum sinnum við flutning frá Portland eða sölu.

Stebbi@karfan.is