09:10 

{mosimage}

 

(Carmelo Anthony, 30 stig, sækir hér að Jason Kidd)

 

 

 

Denver Nuggets unnu sinn fimmta leik í röð í nótt er þeir lögðu New Jersey Nets 90-94 á útivelli í NBA deildinni í nótt. Carmelo Anthony var maður leiksins með 30 stig og þar af gerði hann 12 stig í fjórða og síðasta leikhlutanum. Atkvæðamestur í lið Nets var Vince Carter með 29 stig en Allen Iverson gerði 20 stig í liði Nuggets svo hann og Anthony voru með 50 stig af 94 fyrir Nuggets í nótt. Sigur Nuggets í nótt var þeirra fyrsti á heimavelli New Jersey síðan árið 2000.

 

Charlotte Bobcats vann Cleveland Cavaliers, 108:100, í framlengdum leik í nótt. Gerald Wallace skoraði 27 stig fyrir Charlotte en LeBron James gerði 37 stig fyrir Cleveland, sem fyrir leik gærkvöldsins hafði unnið 8 leiki í röð.

 

Önnur úrslit í NBA deildinni í nótt:

Detroit Pistons 96, Philadelphia 76ers 75
Dallas Mavericks 92, New York Knicks 77
New Orleans Hornets 114, Memphis Grizzlies 103
LA Clippers 103, Chicago Bulls 89
Utah Jazz 104, Golden State Warriors 100
Houston Rockets 86, Indiana Pacers 76
Phoenix Suns 108, Minnesota Timberwolves 90

 

Mynd/Photo: AP