14:29 

{mosimage}

Kobe Bryant körfuknattleikskappi í Los Angeles Lakers skoraði 50 stig í nótt, þegar Lakers lagði Hornets í New Orleans 111-105 í NBA-deildakeppninni.
Bryant varð þar með annar leikmaðurinn í sögu NBA-körfuboltans til að skora 50 stig eða fleiri í 4 leikjum í röð, en Wilt Chamberlain vann sama afrek árið 1962.
Dallas vann 5. leikinn í röð, þegar liðið lagði Boston á útivelli 109-95.
San Antonio marði Detroit efsta liðið í austurdeildinni með eins stigs mun 90-89.


Orlando – New Jersey ……….  90:82
Philadelphia – Charlotte …… 106:97
Toronto – Denver …………..   121:94
Atlanta – Portland …….         100:102 fl
Boston – Dallas ……………       95:109
Cleveland – NY Knicks ………    90:68
New Orleans – LA Lakers ..    105:111
San Antonio – Detroit ………     90:89
Golden State – Washington ..135:128
LA Clippers – Utah …………    104:72
Seattle – Minnesota ………..     85:82

www.ruv.is