13:00

{mosimage}
(Verður ekki með Toronto á næstunni)

Andrea Bargnani mun missa af næstu tveim leikjum Toronto þar sem hann þarf að fara til Ítalíu vegna fjölskylduástæðna.

Hann mun missa af heimaleik gegn Milwaukee í kvöld og útileik gegn Cleveland á laugardag.

Bargnani var valinn 1. í nýliðavalinu síðastliðið sumar hefur spilað vel undanfarið eftir frekar hæga byrjun. Hann var valinn nýliði febrúar mánaðar í gær.

Stebbi@karfan.is