21:27

{mosimage}

Lottomatica Roma (13-9) sigraði Bipop Carire R.Emilia 85-83 á útivelli í dag í ítölsku úrvalsdeildinni. Jón Arnór Stefánsson lék í 11 mínútur og skoraði 2 stig. Roma er nú í 5. sæti deildarinnar. Pavel Ermolinskij skoraði 6 stig þegar lið hans Axarquia (13-13) tapaði 70-84 á útivelli gegn Akasvayu C.B. Vic eftir að hafa byrjað mjög vel.  Gestiberica Vigo (7-20) heimsótti C.B. Qalat-Caja San Fernando í dag og tapaði 60-83. Jakob Örn Sigurðarson var í byrjunarliði Vigo og lék í 28 mínútur og skoraði 4 stig auk þess að taka 4 fráköst. 

L’Hospitalet (14-13) sigraði Climalia Leon á heimavelli í dag 95-86. Damon Johnson var stigahæstur L’Hostpitaletmanna með 19 stig.

runar@karfan.is

 Mynd: www.virtusroma.it