8:45

{mosimage}

Chevakata sem Alexander Ermolinskij þjálfar varð að láta sér 8 liða úrslit FIBA EuroCup kvenna nægja þetta árið en liðið tapaði báðum leikjum sínum gegn ítalska liðinu Faenza, þeim fyrri á Ítalíu 44-101 og nú í vikunni töpuðu þær á heimavelli 63-68.

Önnur lið sem leika í undanúrslitum keppninnar eru ítalska liðið Lavezzini Basket og rússnesku liðin Dynamo Moskva og BC Dynamo Moskva Region. Undanúrslitin verða leikin 15. og 22. mars og úrslitaleikirnir verða svo 4. og 11. apríl. 

Eftir slæmt tap um síðustu helgi gegn varaliði Real Madrid sigrað Gestiberica Vigo (6-19) WTC Cornella á útivelli á föstudag 86-84. Jakob Örn Sigurðarson fann sig ekki í leiknum og hitti ekki úr einu af 5 skotum sínum. 

Rincon Axarquia (12-12) vann góðan sigur á heimavelli gegn Cibo Lliria 84-68 og skoraði Pavel Ermolinskij 2 stig og tók 4 fráköst. 

Damon Johnson var stigahæstur með 17 stig þegar lið hans L’Hospitalet (13-12) tapaði naumlega fyrir CB Villa de Los Barrios 76-78 á útivelli. Auk þess tók Damon 4 fráköst.  

Það kom að því um helgina að Sporting Athens (16-3) tapaði í grísku 2. deildinni, 63-65 fyrir Iraklis á útivelli en liðið hafði ekki tapað síðan um miðjan desember, unnið 7 leiki í röð. Darrel Lewis var stigahæstur með 12 stig en liðið er enn öruggt í fyrsta sætinu. 

Chemnitz 99 (16-6) tapaði öðrum leiknum á stuttum tíma í þýsku 2. deildinni í gær og virðist nú vera búið að missa af möguleikanum á sæti í Bundesligan að ári. Í gær heimsóttu þeir Vfl Kircheim Knights og töpuðu 75-80. Mirko Virijevic skoraði 6 stig í leiknum og tók 4 fráköst.

runar@karfan.is

 

Mynd: Heimasíða Volgoda