22:34

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig í síðasta leik sínum í Meistaradeildinni þetta árið. Lið hans Lottomatica Roma spilaði gegn Maccabi Elite á útivelli í Ísrael og tapaði 72-79.

Sextán liða úrslitunum er þá lokið og voru það Tau Ceramica (Spánn), Maccabi Elite (Ísrael), Panathinaikos (Grikkland), Barcelona (Spánn), CSKA Moskva (Rússland), Olympiacos (Grikkland), Unicaja (Spánn) og Dynamo Moskva (Rússland) sem komust áfram.

runar@karfan.is

Mynd: www.virtusroma.it