Fyrir þá sem vilja verður reynt að hafa leikinn í kvöld, Njarðvík-Grindavík í beinni hér á netinu í kvöld. Líklegast eru einhverjir körfuknattleiksunnendur erlendis og komast því ekki á leikinn eða geta ekki séð hann á Sýn, en þar er leikurinn einmitt í beinni í kvöld einnig. Hægt verður að smella á hlekkinn hér til hliðar "Leikir í beinni" og fylgjast með hlutunum um leið og þeir gerast. Eina sem þarf að gera að smella á refresh eða ýta á F5 á lyklaborðinu til að uppfæra síðuna.Vonum að tæknin muni ekki stríða okkur líkt og í fyrsta leiknum í Njarðvík. Staðfest hefur verið frá bæði Njarðvík og Grindavík að stuðningsmenn beggja liða ætla sér ekki að "tapa" í stúkunni í kvöld og má búast við troðfullri Ljónagryfjunni.