10:10 

{mosimage}

 

 

Úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta hefst í kvöld en fjögur lið keppast þar um að fylgja Þór Akureyri upp í Iceland Express-deildina og taka sæti Hauka og Þórs úr Þorlákshöfn sem féllu í ár.

 

Breiðablik fær Stjörnuna í heimsókn í Smárann og á sama tíma tekur FSu á móti Val á Selfossi. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í úrslitin þar sem liðin bítast um að komast í hóp tólf bestu liða landsins. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.  

www.visir.is

Mynd: www.thorsport.is