18:13 

{mosimage}

 

 

Eftirfarandi frétt er að finna á heimasíðu Fjölnismanna á www.fjolnir.is/fjolnir/karfa þar sem fram kemur að ein helsta stjarna Fjölnismanna, Hörður Axel Vilhjálmsson, hafi af einhverjum ástæðum verið kominn inn á vinsælt bandaríkst spjallborð og það mætti rekja til troðslu hans yfir Isma´il Muhammad sem lék á tíma með Keflvíkingum í vetur. Hér að neðan er hægt að lesa fréttina í heild sinni en einnig má lesa hana á heimasíðu Fjölnismanna:

 

Á Bandarísku síðunni www.undergroundhiphop.com er spjallsvæði með nærri 100.000 meðlimum. Þar ræða þeir aðalega um aðaláhugamál sín, rapptónlist og körfubolta. Einn af þeim duglegustu þar kallar sig "The Real Dick Fitswell" og hefur sá skrifað yfir 11.000 þræði inn á spjallborðið. Sannkallaður reynslubolti á spjallsvæðinu mætti segja og greinilega einn af aðalköllunum í þessu samfélagi.  Sá stofnaði fyrir stuttu spjallþráð sem ber nafnið "Nasty Game Dunk Thread…"  þar sem hann hefur safnað saman nokkrum myndböndum af rosalegum troðslum úr leikjum bæði úr NBA boltanum og Bandaríska háskólaboltanum.

Hann byrjar á troðslu úr leik milli Sacramento Kings og Chicago Bulls, fljótlega má sjá Byron Davis troða yfir Jermain O'neal, Jordan birtist stuttu seinna og myndbandahrynan endar á því að stórstjarnan Lebron James hamrar yfir Tim Dunkan.  

Hér getið þið séð spjallþráðinn  

Þarna mitt á milli myndbandanna úr NBA boltanum mátti svo sjá skemmtilega sjón, en þar var enginn annar en Fjölnismaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson búinn að læða sér inn á milli með troðslu sinni yfir Ismail Muhammad í Sláturhúsinu í Keflavík.  

Ekki skal sagt hvernig myndbandið rataði fyrir augu kanans en eitt er víst að það á vel heima þarna í þessum glæsilega hópi NBA myndbandanna!  

Tengilinn á spjallborðið rákumst við á er við vorum að skoða myndbandið á youtube en þar er hægt að sjá hvort að einhverjar síður séu að tengla á ákveðin myndbönd.

www.fjolnir.is