12:49

{mosimage}

BC Boncourt sem Helgi Már Magnússon leikur með er heldur betur á siglingu nú um stundir og eru komnir í fjórða sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Aurelys BBC Nyon 75-73 á heimavelli í gær.

Gestirnir leiddu stóran hluta leiksins og það var ekki fyrr en á lokamínútunni sem Boncourt komst yfir. Helgi Már var með 12 stig og 6 fráköst í leiknum og sagði við karfan.is að svona sigrar sem ynnust í lok leikja væru alltaf sætir sigrar.

runar@karfan.is

Mynd: Roger Meier