9:38

{mosimage}

Heiðar Lind Hansson leikmaður unglingaflokks og meistaraflokks karla sleit krossband nú á dögunum á æfingu hjá meistaraflokk.  Heiðar Lind er því frá út tímabilið.

Heiðar Lind Hansson sem er uppalinn Borgnesingur skipti yfir í KR í sumar þar sem að hann er í Háskóla Íslands við nám.  Heiðar hefur verið mjög öflugur með unglingaflokknum í vetur og slæmt fyrir hópinn að missa Heiðar sem hefur leikið vel.  Heiðar hefur ekki fengið margar mínútur með meistaraflokknum, en hann hefur verið að æfa vel og bætt sig mikið í vetur.

 

Við óskum Heiðari góðs bata í sinni endurhæfingu og vitum að hann kemur sterkur tilbaka úr þessum meiðslum.

Það er slæmt að missa leikmenn í krossbandaslit, en Heiðar sleit krossbandið á dúknum okkar í A-salnum og vonandi verður það í síðasta skiptið sem það gerist á þeim græna.

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: www.kr.is/karfa