12:25 

{mosimage}

 

 

Hafdís Helgadóttir hefur tekið þátt í öllum Íslandsmótum í körfubolta frá árinu 1985 eða í 22 Íslandsmótum í röð. Hafdís leikur með ÍS og fyrir leik Stúdína og Hauka í gærkvöldi fékk þessi 42 ára leikmaður sérstaka viðurkenningu en hún bætti leikjametið í 1. deild kvenna í vetur.

 

Hafdís er líklega eina amman í efstu deild í íslenskum keppnisíþróttum og hefur leikið 335 leiki og skorað í þeim 3.025 stig í deildarkeppninni. Í gærkvöldi fékk Hafdís viðurkenningu fyrir fjórða leik ÍS og Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna en aðeins fjórir leikmenn Haukaliðsins voru fæddar þegar Hafdís lék sinn fyrsta leik á sama stað, íþróttahúsi Kennaraháskólans, fyrir tæpum 22 árum.

 

Glæsilegur árangur hjá Hafdísi sem nú með hverjum leik bætir metið enn frekar.

 

Unnið úr frétt af www.visir.is

Mynd: Sveinn Pálmar Einarsson – kjellinn@gmail.com