12:00

{mosimage}

ÍS jafnaði einvígið gegn Haukum í gær 2-2 með góðum sigri í  Kennaraháskólanum, 87-77. Haukar voru eini stigi yfir í hálfleik en það voru Stúdínur sem voru betri aðilinn í seinni hálfleik þegar þær yfirspiluðu Hauka jafnt sem í vörn og sókn.

Haukar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu með 1 stigi í hálfleik, 41-42. Í upphafi þriðja leikhluta náðu Haukar nokkurra stiga muni og leiddu framan af. Þær náðu hinsvegar aldrei að hrista baráttuglaðar Stúdínur af sér. ÍS komst yfir 50-49 en Haukar náðu forystunni strax aftur. Stúdínur komust aftur yfir 69-68 og eftir það lét þær ekki forystuna af hendi og unnu sanngjarnan sigur, 87-77.

Síðustu fimm mínútur leiksins voru æsispennandi. ÍS var komið með 8 stiga forystu um tíma og liðin skiptust á körfum. Þegar gestirnir settu þrist til að minnka muninn í 5 stig svaraði ÍS að bragði. Þegar Haukar settu stutt skot, svöruðu Stúdínur með stuttu skoti. Svona gekk þetta út leikhlutann. Síðasta mínútan fór fram á vítalínunni og sigur heimamanna var mun öruggari nú heldur en sá síðasti. Lið ÍS hefur öðlast mikið sjálfstraust í úrslitakeppninni og munu án efa leggja allt í sölurnar á laugardag þegar liðin mætast í oddaleik á Ásvöllum.

{mosimage}

Sóknarleikur heimamanna var frábær og áttu Haukar fá svör við góðum leik þeirra. Í seinni hálfleik fundu þær oftast opið skot sem rataði ofaní. Ef þær klikkuðu þá réðust þær á fráköstin sem skilaði þeim oft mörgum skotum í sókn. Í vörninni var litlar glufur að finna enda var mikið hnoð á Haukaliðinu. Ifeoma Okonkwo átti erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að skora 26 stig, þegar hún keyrði að körfunni. Vörn ÍS lokaði á hana og endaði hún með 7 tapaða bolta og voru flestir þegar hún var að þjösnast í teignum.

Hjá ÍS var Casey Rost allt í öllu. Hún skoraði 37 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Stella Kristjánsdóttir kom sterk inn á lokakaflanum. Signý Hermannsdóttir var sterk undir körfunni en hún skoraði 17 stig, tók 15 fráköst og varði 4 skot. Annars lögðu allir leikmenn ÍS eitthvað af mörkum.

Hjá Haukum var Helena stigahæst með 34 stig og Ifeoma Okonkwo var með 26. Fleiri leikmenn þurfa að leggja meira af mörkum í Haukaliðinu en þær gerðu í gær. Varnarlega var liðið á hælunum í seinni hálfleik og sóknin var mjög slök. Leikmenn þorðu ekki að taka af skarið og leituðu of mikið að Helenu.

Oddaleikur þessara liða verður á laugardag kl. 16:00 á Ásvöllum.

myndir: Sveinn Pálmar Einarsson – kjellinn@gmail.com
texti:
stebbi@karfan.is

{mosimage}

{mosimage}