12:30 

{mosimage}

Það verður einn leikur í Iceland Express deild kvenna í dag. Haukar taka í móti UMFG að Ásvöllum klukkan 17:00. Haukastelpurnar eru þegar búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og fá þær hann afhentann eftir leikinn. 

Ef að UMFG tekst að sigra í kvöld þá komast þær upp að hlið Keflavíkur með 28 stig. Þar með ættu þær möguleika á því að ná öðru sæti deildarinnar sem að tryggir heimavallarréttindi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 

Liðin mættust síðast í deildinni 31. janúar og endaði sá leikur með sigri Hauka á útivelli 75-84. Þegar liðin mættust á Ásvöllum, fyrir jól, sigruðu Haukar með einu stigi 82-81. Haukar sigruðu fyrsta deildarleik liðanna 82-108 í Grindavík. 

Staðan í deildinni

 

www.kki.is