21:58

{mosimage}

Latreece Bagley átti góðan leik með Hamri í kvöld 

Kvennalið Hamars lifir enn í voninni um að halda sæti sínu í Iceland Express deild kvenna eftir sigur á Keflavík í kvöld, 86-82 í Hveragerði. Heimastúlkur mættu grimmar til leiks og höfðu 10 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og þrátt fyrir harða atlögu Keflavíkurstúlkna tókst heimastúlkum að sigra.

Það verður því úrslitaleikur um fallið í Smáranum 14. mars þegar Blikastúlkur taka á móti Hamri. Keflavík þarf á sama tíma að vinna Hauka til að vera öruggar um að halda öðru sætinu og heimavallarrétti í undanúrslitum.

runar@karfan.is

 Mynd: Heimasíða Ohio Boobcats