Úr fyrri leik liðannaGrindavíkurstúlkur hafa sigrað í öðrum leiknum í rimmu sinni gegn Keflavík. Lokastaða 100-94 eftir framlengingu í hörku leik. Meira síðar Þegar venjulegum leiktíma er lokið í Grindavík er staðan hnífjöfn 89-89 og því verður að grípa til framlengingar.


Það eru Grindavíkurstúlkur sem leiða í Grindavíkinni gegn Keflavík 59-48. Tamara Bowie hefur farið á kostum í liði Grindavíkur og meðal annars skorað flautukörfu í enda beggja leikhluta sem hafa verið spilaðir. Keflavík eru hinsvegar komnar í smá bobba þar sem Ingibjörg Elva, Kara og Svava eru allar komnar með 3 villur. Kesha Watson, Bryndís og María Ben draga vagnin fyrir liðið hingað til.