15:26 

{mosimage}    {mosimage}

 

 

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla í kvöld. Njarðvíkingar heimsækja Hamar/Selfoss í Hveragerði og Grindavík tekur á móti Skallagrím í Röstinni í Grindavík. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

 

Með sigri geta Njarðvík og Grindavík komist í undanúrslit en bæði liðin höfðu sigur í viðureignum sínum á föstudag. Grindavík lagði Skallagrím í Borgarnesi í framlengdum leik 105-112 þar sem Þorleifur Ólafsson fór mikinn í liði Grindavíkur. Njarðvíkingar rétt mörðu sigur á Hamri/Selfoss í Ljónagryfjunni 79-75.

 

Í átta liða úrslitum fer það lið áfram í undanúrslit sem vinnur tvo leiki og því kemur til oddaleikja á þriðjudag ef Njarðvík og Grindavík hafa ekki sigur í kvöld.