11:27 

{mosimage}

 

(Næsta stoppistöð: París!) 

 

Fyrir úrslitakeppnina kynnti Iceland Express nýjan leik á milli leikhluta í leikjum úrslitakeppninnar en sá leikur nefnist Borgarskotið. Í gærkvöld var ungur maður að nafni Eyjólfur Ásberg Halldórsson sem smellti glæsilegum þrist í netið í DHL-Höllinni og fékk fyrir vikið ferð fyrir tvo til Parísar.

Eyjólfur er leikmaður í minnibolta hjá KR og hér á myndinni sést hvar boltinn svífur um loftið á leið sinni í netið. Glæsilegt skot hjá Eyjólfi sem varð í gær fyrstur til þess að fá ferðavinning í Borgarskotinu.

 

Þess ber að geta að börn og kvenfólk fá að skjóta frá þriggja stiga en karlmenn skjóta frá miðju.