09:09 

{mosimage}

 

 

Dallas Mavericks vann Cleveland Cavaliers, 95:92, í riðlakeppni bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar í nótt. Þetta var 14. sigur liðsins í röð en liðið var taplaust í febrúar. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas, þar af 10 í síðasta leikhluta en LeBron James skoraði 39 stig fyrir Cleveland en hitti þó ekki úr tveimur vítaskotum og tveimur 3 stiga skotum á síðustu 14 sekúndum leiksins.

 

Tveir aðrir leikir voru í nótt. Portland Trail Blazers vann Charlotte Bobcats, 127:90, og Seattle SuperSonics vann LA Clippers, 77:75.

 

www.mbl.is