16:16 

{mosimage}

 

 

Þriggjastiga skyttan og bakvörðurinn Dúfa Ásbjörnsdóttir, leikmaður Hamars í Iceland Express deild kvenna, hefur gert tveggja ára samning við Landsbankadeildarlið Keflavíkurkvenna í knattspyrnu.

 

Dúfa gerði 10,4 stig að meðaltali í leik fyrir Hamar í vetur en hún eins og svo margir aðrir körfuknattleiksmenn er einnig liðtækur knattspyrnumaður. Dúfa á að baki 26 meistaraflokks leiki með Breiðablik í knattspyrnu og þrjá U 21 landsleiki.

 

Dúfa er þar með í hóp körfuknattleiksfólks á borð við Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem einnig hefur leikið með knattspyrnuliði Kefalvíkur á sumrin. Þá hefur Sverrir Þór Sverrisson verð í fótbolta hjá Njarðvík og þeir Hafþór Gunnarsson og Helgi Guðmundsson eiga einnig takkaskó. Eflaust eru þeir fleiri körfuknattleiksmennirnir sem taka fram takkaskónna á sumrin og ef þið, lesendur, vitið um einhverja slíka sem ekki voru upptaldir hér, endilega látið okkur vita á nonni@karfan.is

 

Mynd: www.keflavik.is