18:40 

{mosimage}

Bandaríski leikmaðurinn Monica Diamond kom til Grindavíkur í gær og mun leika með liðnu gegn Keflavík í fjórða undanúrslitaleik liðanna sem hefst í Röstinni í Grindavík nú á eftir eða kl. 19:15.

 

Þegar ljóst varð að Tamara Bowie yrði ekki meira með var óvíst hvort Grindvíkingar myndu ná inn leikmanni í tæka tíð fyrir leikinn í kvöld en það heppnaðist og mun Diamond klæðast gulu í kvöld.

 

Samkvæmt Unndóri Sigurðssyni, þjálfara Grindavíkurkvenna, getur Diamond leikið fjórar stöður á vellinu, allar nema miðherja og sagði leikmanninn vera viðkunnalegan og að hún kynni sitthvað fyrir sér í körfuknattleik. Unndór kvaðst spenntur að sjá hvernig hún myndi taka sig út í leiknum í kvöld.

 

Þá er bara að bíða og sjá hversu fljót Diamond verður að falla inn í leik Grindavíkur en hún fær aðeins þetta eina tækifæri í kvöld því ef Keflavík vinnur eru Grindavíkurkonur komnar í

sumarfrí. Sigri Grindvíkigar í leiknum kemur til oddaleiks sem fram fer í Keflavík á sunnudag kl. 19:15.

 

www.vf.is