14:30 

{mosimage}

(Verður Sowell með flugsýningu í kvöld?) 

Í kvöld mun Þór Akureyri taka við deildarmeistaratitli 1. deildar karla. Þeir eru ósigraðir í 1. deildinni í vetur og hafa því tryggt sér sæti í Iceland Express deildinni á næsta tímabili. 

Þór leikur í kvöld gegn Stjörnunni og hefst leikurinn klukkan 19:15 í Síðuskóla. Stjarnan er í mikilli baráttu við KFÍ um að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 1. deildar og takist þeim að sigra í kvöld þá tryggja þeir sér 5. sætið. Það verður þó ekki auðvelt fyrir þá því að Þórsarar hafa verið gríðarlega sterkir í vetur. Fyrri leikur liðanna endaði 83-103 fyrir Þór. 

Staðan í 1. deild karla

www.kki.is