22:50 

{mosimage}

Eins og gefur að skilja var KR-ingurinn Brynjar Björnsson nokkuð súr í leikslok en hann gerði 8 stig í leiknum í kvöld og tók 4 fráköst. Brynjar segir KR þekkja þessa stöðu og segist viss um sigur á laugardag.  

,,Við vorum í þessum sömu sporum í fyrra gegn Snæfell og vitum alveg hvað þarf til að vinna þetta. Þetta er ekkert búið þó við lendum 1-0 undir því ég veit að við vinnum leik tvö,” sagði Brynjar í samtali við Karfan.is.   

Spurður hvað hann héldi að hefði farið úrskeðis hjá KR í kvöld svaraði Brynjar:,,Við náðum aldrei að fylgja eftir góðum leikköflum hjá okkur en svona er þetta. Skotin duttu ekki og Steinar var að setja 20 stig á okkur, maður sem á ekki að skora svona mikið. Við gáfum honum opin skot og hann lifir á því og það gerist ekki aftur. Við förum bara í Seljaskóla til þess að vinna, það kemur ekki annað til greina,” sagði Brynjar að lokum.

nonni@karfan.is