15:00 

{mosimage}

 

 

Miðherjinn Igor Beljanski, leikmaður Íslands- og deildarmeistara Njarðvíkur í körfuknattleik, verður ekki með Njarðvíkingum annað kvöld er liðið mætir Þór úr Þorlákshöfn í lokaumferð deildarinnar en Igor er með rifinn magavöðva.

Talið er að meiðsl Igors hafi komið upp í deildarleik Njarðvíkinga og KR fyrir skemmstu og meiðslin farið versnandi síðan. Var Igor ráðlagt af lækni að hvíla eins og kostur væri en gert er ráð fyrir að Igor hefji æfingar á mánudag með Njarðvíkingum og verði klár í slaginn þegar úrslitakeppnin hefst þann 15. mars næstkomandi.

 

Njarðvíkingar mæta Hamri/Selfoss í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

 

www.vf.is