17:00 

{mosimage}

 

(Takkarnir verða hamraðir í takt við kappana á vellinum) 

 

Körfuknattleiksaðdáendur sem ekki sjá sér fært um að mæta í DHL-Höllina í kvöld eða í Hólminn þurfa ekki að örvænta því beinar textalýsingar verða frá báðum leikjum kvöldsins. Frá leik KR og ÍR verður bein textalýsing á www.kr.is/karfa en það er Stykkishólmspósturinn sem sér um lýsinguna á leik Keflavíkur og Snæfells.

 

Lýsingin frá leik Snæfells og Keflavíkur verður á vefsíðunni http://www.stykkisholmsposturinn.is/ og þar getur fólk fylgst með gangi mála en annars er alltaf skemmtilegar að mæta í húsin og sér í lagi þegar í úrslitakeppnina er komið.

 

Snæfell-Keflavík

Kl. 19:15 í Stykkishólmi

 

KR-ÍR

Kl. 20:00 í DHL-Höllinni

Bein útsending hjá SÝN