15:53 

{mosimage}

 

Um 12 mínútur eru til leiks hér að Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem margfaldir meistarar Hauka mæta ÍS í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á karfan.is með því að fara í liðinn ,,leikir í beinni” hér vinstra megin á síðunni. Með því að slá á refresh takkann eða F5 á lyklaborðinu uppfærist leiklýsingin.

 

Bæði lið, Haukar og ÍS, hafa unnið tvo leiki í undanúrslitum og má gera ráð fyrir hörku oddaleik hér að Ásvöllum en Haukar hafa ekki enn tapaða heimaleik í vetur ef frá er talin Evrópukeppnin.