13:39

{mosimage}

Aganefnd hefur tekið fyrir mál síðustu viku. Þrír leikmenn hafa verið dæmdir í eins leiks bann.

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Fjölnis, Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls og Davíð Hermannsson leikmaður Grindavíkur fengu allir eins leiks bann vegna mála sem að komu upp í síðustu viku.

 

Úrskurðirnir taka gildi klukkan 12:00 á morgun föstudag.

Hörður Axel mun því taka út leikbannið í leik gegn Hamri/Selfoss á sunnudag. Davíð og Helgi Rafn verða í banni á mánudaginn þegar UMFG leikur gegn Keflavík og Tindastóll mætir KR.

www.kki.is