20:12

{mosimage}

 

Nú er að lokið síðustu umferð í 1. deild karla og því orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Breiðabliksmenn sigruðu Valsara í Kennaraháskólanum 88-81 og mæta því Stjörnumönnum sem sigruðu KFÍ 95-85 í Garðabænum. Valsmenn mæta svo FSu sem sigraði Ármann/Þrótt í dag á útivelli 113-90 og er FSu með heimavallarréttinn. 

Þór Ak vann að lokum leik sinn við Hött á Egilsstöðum og fara því taplausir í gegnum deildina.

runar@karfan.is

 

Mynd: karfan.is