8:55

{mosimage}

Vésteinn Sveinsson var stigahæstur FSu manna

 

Einn leikur fór fram í 1. deild karla í gær þegar Valur heimsótti FSu. Heimamenn sigruðu 89-77 og tryggðu sér þar með 4. sætið í deildinni. Valsmenn byrjðu betur í leiknum en svo jafnaðist leikurinn og var jafn fram í síðasta leikhluta þegar FSu menn sigu framúr. Vésteinn Sveinsson var stigahæstur FSu manna með 25 stig en Ari Gylfason skoraði 21. Fyrir Valsmenn skoraði Zachary Ingles 36 stig og Ragnar Steinsson 15. 

Í lokaumferðinni sem fer fram á laugardag taka Valsmenn á móti Breiðablik og verða að vinna með 6 stigum til að ná 2. sæti deildarinnar af Breiðabliksmönnum. Það lið sem verður í 2. sæti mætir sigurvegaranum úr leik Stjörnunnar og KFÍ í úrslitakeppninni. Tapliðið mætir FSu.

runar@karfan.is

Mynd. www.basket.is