22:45

{mosimage}

Leikur Hauka og Snæfells hafði uppá allt að bjóða í kvöld. Leiðindi, spennu, vörn, sókn og dramatík. Þegar um 3 mínútur voru eftir af leiknum var Snæfell, 44-58, yfir. Þá kom góður leikkafli hjá Haukum þar sem þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þegar 3.9 sekúndur voru eftir af leiknum áttu Haukar innkast á miðju og voru þremur stigum undir, Roni Leimu fékk frítt þriggja-stiga skot en sem geigaði og Snæfell hafði nauman sigur, 63-66.

{mosimage}

Það var mikil spenna í stúkunni á Ásvöllum fyrir leikinn enda vonuðust aðdáendur beggja liða eftir sigri. Haukar skoruðu fyrstu leiksins þegar Sævar Haraldsson setti góða körfu. Snæfell svaraði með 5 stigum í röð og höfðu þeir 3 stiga forystu, 2-5. Þá kom góður leikkafli hjá Haukum en þeir skorðu 8 stig í röð og setti Sævar Haraldsson niður tvö víti til að breyta stöðunni í 10-5. Snæfell náði að minnka muninn aðeins og munaði aðeins 3 stigum eftir 1. leikhluta, 17-14.

2. leikhluti var hnífjafn og spennandi. Varnarleikur liðanna var í fararbroddi og náði hvorugt liðið að sýna sinn besta leik í sókninni. Það var Snæfell sem skoraði fyrstu 4 stig leikhlutans með víti frá Bjarne Nielsen og þrist frá Sigurði Þorvaldssyni. Kristinn Jónasson kom Haukum aftur yfir, 19-18. Liðin skiptust á körfum út leikhlutann og það var Snæfell sem átti síðasta skotið en þá skoraði Helgi Reynir Guðmundsson fyrir Snæfell og höfðu þeir minnsta mögulega forskot í hálfleik, 28-29. Hjá Snæfell fór mest fyrir Sigurði Þorvaldssyni í sókninni en hann skoraði 7 af 15 stigum liðsins í leikhlutanum.

{mosimage}

Í 3. leikhluta sigu Snæfellingar framúr. Þeir skoruðu 11 stig á móti 5 frá Haukum í byrjun hálfleiksins og náðu 7 siga forystu, 33-40 og réðu Haukar ekkert við Justin Shouse þá stundina en hann skoraði 8 stig í leikkaflanum. Heimamenn svöruðu með 4 stigum í röð frá Sveini Ó. Sveinssyni og Roni Leimu og minnkuðu muninn í 4 stig, 37-41. Snæfell jók muninn á ný í 7 stig, 37-44, áður en Haukar enduðu leikhlutann með 4 síðustu stigunum og staðan, 41-44, þegar síðasti leikhlutinn hófst.

Það var aðeins eitt lið í upphafi 4. leikhluta. Haukar virtust ráðþrota gegn svæðisvörn Snæfellinga og gengu gestirnir á lagið og juku muninn jafnt og þétt og þegar um 3 mínútur voru eftir leiddu þeir með 14 stigum, 44-58. Haukar virtust vakna af værum blundi þegar Sigurður Þór Einarsso skoraði þriggja-stiga körfu og minnkaðu muninn í 11 stig. Haukarnir fóru að spila af krafti og náðu þeir að minnka muninn jafnt og þétt og þegar 3.9 sekúndur voru eftir áttu þeir boltann og voru þremur stigum undir, 63-66. Roni Leimu fékk gott frítt skot en ofaní vildi hann ekki og Snæfell vann á Ásvöllum.

{mosimage}

Spennan og kraftur Hauka minnti mikið á leik þessara liða á Ásvöllum í lok síðasta tímabils en þá vann Snæfell upp 7 stiga mun á nokkrum sekúndum og höfðu sigur. Að þessu sinni unnu Haukar ekki.

Snæfell mega vera sáttir með stigin 2 þar sem þeir spiluðu ekki vel og var sóknarleikur liðsins slakur á köflum en inn á milli sýndu þeir fína takta. Enginn stóð uppúr í jöfnu liði Snæfells en þá var helst Sigurður Þorvaldsson í sókninni en hann skoraði 16 stig og tók 5 sóknarfráköst.

Haukar þurfa að spila betur gegn jafn sterku liði og Snæfell hefur á að skipa ef þeir ætla sér mikla hluti í vetur. Sóknarleikur liðsins stóð ekki undir væntingum en þeir áttu í miklum vandræðum með svæðisvörn Snæfellinga. Hjá Haukum var varamaðurinn Sveinn Ómar Sveinsson bestur en hann tók 11 fráköst, og af þeim voru 9 í sókninni, ásamt því að skora 6 stig. En hann er aðeins 190 á hæð. Liðið sem heild þarf að gera betur í fráköstunum.

Byrjunarliðin:
Haukar
Sævar Haraldsson
Roni Leimu
Kevin Smith
Kristinn Jónasson
Morten Szmiedowicz

Snæfell
Helgi Reynir Guðmundsson
Justin Shouse
Sigurður Þorvaldsson
Magni Hafsteinsson
Hlynur Bæringsson

Stigahæstir:
Haukar: Roni Leimu 20 stig, Sigurður Þorvaldsson 15 stig.

Snæfell: Sigurður Þorvaldsson 16 stig, Justin Shouse 16 stig.

Myndir og texti: Stebbi@karfan.is

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}