U20:

Ragnheiður: Við gerðum okkar besta

09.júl.2018  19:58 davideldur@karfan.is

Undir 20 ára lið kvenna tapaði í dag sínum þriðja leik gegn Tékklandi, 36-104, á Evrópumótinu í Oradea í Rúmeníu. Liðið er því búið að sigra einn leik en tapa tveimur það sem af er móti.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Ragnheiður Einarsdóttir með 8 stig og 2 fráköst á 20 mínútum spiluðum.

 

Fréttaritari Körfunnar í Rúmeníu spjallaði við Ragnheiði eftir leik í P. Cosma Economic höllinni í Oradea.

 

Næst leikur liðið gegn Tyrklandi á miðvikudaginn kl. 12:00 að íslenskum tíma.

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið