Úrslit næturinnar:

Rajon Rondo og félagar hans í Pelicans fyrsta liðið í aðra umferð

22.apr.2018  10:37 davideldur@karfan.is

 

Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í gær og í nótt. Hvað mesta spennan í fyrstu tveimur leikjum kvöldsins þar sem að Philadelphia 76ers tryggðu sér 3-1 forystu gegn Miami Heat með naumum 106-102 sigri og New Orleans Pelicans sendu Portland Trail Blazers í sumarfrí með, 4-0.

 

Pelicans því fyrsta liðið til þess að tryggja sig áfram í aðra umferðina, en leikmenn þeirra Jrue Holiday og Anthony Davis léku á alls oddi í leik kvöldsins. Skoruðu samanlagt 88 stig liðsins í leiknum. Þá var einnig mikið talað um þátt leikstjórnandans magnaða Rajon Rondo, en hann gaf heilar 16 stoðsendingar í leiknum, líklega enga fallegri þó en þá sem við sjáum hér fyrir neðan.

 

 

 

 

Úrslit næturinnar:

 

Philadelphia 76ers 106 - 102 Miami Heat

(76ers leiða 3-1)

 

Portland Trail Blazers 123 - 131 New Orleans Pelicans

(Pelicans komnir áfram 4-0)

 

Houston Rockets 105 - 121 Minnesota Timberwolves

(Rockets leiða 2-1)

 

Oklahoma City Thunder 102 - 115 Utah Jazz

(Jazz leiða 2-1)

 

 

Brot úr leikjunum: