Dominos deild karla:

Darri: Draumaendir að enda með fimmta titilinn

14.apr.2018  23:31 davideldur@karfan.is

"Trúin alltaf til staðar"

 

Rétt í þessu tryggði KR sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla með sigri á Haukum í leik fjögur í einvígi liðanna. KR var í bílstjórasætinu meirihluta leiksins en Haukar voru alltaf í skugganum og fyrir vikið voru lokamínúturnar æsispennandi. 

 

Þetta er fimmta árið í röð sem KR er í úrslitaeinvíginu í Dominos deild karla og getur liðið náði í fimmta Íslandsmeistaratitilinn á fim árum. Andstæðingarnir verða Tindastóll og hefst einvígið þann 20. apríl eða næstkomandi föstudag á Sauðárkróki. 

 

Karfan spjallaði við leikmann KR, Darra Hilmarsson, eftir leik í DHL Höllinni.