Umfjöllun:

Keflavík að stela öðru sætinu? - Keflvískur sigur á deildarmeisturunum

22.mar.2018  00:25 Oli@karfan.is

Dinkins með enn einn stjörnuleikinn

Keflavík er í góðri stöðu í öðru sæti Dominos deildar kvenna eftir sigur á Deildarmeisturum Hauka í kvöld. Leikið var í næst síðustu umferð Dominos deildar kvenna og spennan að ná hámarki fyrir úrslitakeppninni. 

 

Lítill sem engin munur var á liðunum í fyrri hálfleik, þau skiptust oft á forystunni og munurinn lítill allan hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 41-38 fyrir Keflavík og von á æsispennandi seinni hálfleik. 

 

Í byrjun fjórða leikhluta gáfu Keflvíkingar hinsvegar í og skildu Hauka eftir í reyknum. Á einu augabragði voru heimakonur komnar í yfir tíu stiga forystu og bættu enn í. Að lokum fór svo að Keflavík vann síðasta leikhlutann 29-15 sem tryggði tuttugu stiga sigur 90-79 á Haukum. 

 

Keflavík komst þar með tveimur stigum yfir Val í öðru sæti deildarinnar þar sem Valur tapaði fyrir Snæfell á sama tíma. Ljóst er að þessi lið þ.e. Keflavík og Valur mætast í undanúrslitum og því mikilvægt fyrir Keflavík að stela heimaleikjaréttnum með þessum sigri.

 

Liðið þarf nú að vinna síðasta leik deildarinnar til að tryggja annað sætið endanlega. Haukar aftur á móti eru með deildarmeistaratitilinn kláran og hafa að engu að keppa. Haukar mæta Skallagrím í síðustu umferðinni og Keflavík heimsækir nágranna sína í Njarðvík. 

 

Keflavík-Haukar 90-70 (24-18, 17-20, 20-17, 29-15)


Keflavík: Brittanny Dinkins 40/11 fráköst/6 stođsendingar/5 stolnir, Birna Valgerđur Benónýsdóttir 15, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst, Katla Rún Garđarsdóttir 7/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 7/6 fráköst/11 stođsendingar, Elsa Albertsdóttir 3, Anna Ingunn Svansdóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 3, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Embla Kristínardóttir 1, Erna Hákonardóttir 0, Eva María Lúđvíksdóttir 0. 
 

Haukar: Helena Sverrisdóttir 21/8 fráköst, Ragnheiđur Björk Einarsdóttir 15/5 fráköst, Whitney Michelle Frazier 13/7 fráköst/6 stođsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/7 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3, Fanney Ragnarsdóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0, Magdalena Gísladóttir 0, Anna Lóa Óskarsdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, Karen Lilja Owolabi 0.