Umfjöllun, myndir og viðtöl:

Skallagrímur grimmari í Fjósinu

21.mar.2018  23:03 Oli@karfan.is

Borgnesingar að stela fjórða sætinu?

Skallagrímur tók á móti Stjörnunni í Fjósinu í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik, þá tóku heimastúlkur öll völd og sigruðu að lokum 89-67.

 

Fjósið

 

Molar fyrir leik:

 

Byrjunarlið Skallagríms: Carmen-Jóhanna-Jeanne-Sigrún-Heiðrún.

 

Dómarar leiksins voru þeir Leifur Garðars, Rögnvaldur Hreiðars og Eggert Þór .

 

Byrjunarlið Stjörnunnar: Bríet-María-Dani-Bryndís-Jenný

 

Stjarnan var fyrir þennan leik í 4.sæti deildarinnar með 28 stig á meðan Skallagrímur var með 26 stig í 5.sæti deildarinnar.

 

Skallagrímur á leik við Haukar á útivelli í síðustu umferð deildarinnar á meðan Stjarnan fær Val í heimsókn í Garðabæ. Síðasta umferð deildarinnar verður spiluð á laugardaginn næstkomandi.

 

“Juguemos al Baloncesto” !!! öskraði Baskinn. Það þýðir víst “Spilum körfubolta”!!!

 

“Material Girl” var loka lag plötusnúðs fyrir leik.

 

Fyrri hálfleikur.

 

Skallagrímur kom grimmari til leiks. Spiluðu fanta vörn, einhversskonar “Kassi og Einn” eða “Þríhyrning og Tveir” og komust í þægilegt forskot, 14-5. Margir leikmenn Skallagríms voru að leggja sitt í púkkið. En Stjarnan kom með 3-10 áhlaup og klárðist 1.leikhluti í járnum, 20-19.

 

Skallagrímur byrjaði að hlaupa og náði 10-2 hlaupi og virtust þær ætla að hlaupa með góða forystu í leikhlé. En Stjarnan náði að bíta frá cher á síðustu mínútum fyrri hálfleiks, með flottum körfum frá Bríet og Maríu og fóru liðin inn í búningsklefa í stöðunni, 45-41.

 

Bandaríkja menn liðanna fóru fyrir liðum sínum í fyrri hálfleik en Carmen var með 19 stig og 9 fráköst, á meðan að Dani var komin með 17 stig og 7 stoðsendingar.

 

 

Seinni hálfleikur.

 

Sex stig voru skoruð á 4 mín í upphafi seinni hálfleiks. Staðan 48-44. Þá kom allsvaðalegt hlaup hjá Skallagrím, 18-4, og þær allt í einu komnar með stöðuna 66-49!!. Stjörnan átti engin svör og virtust ekki vera tilbúnar í baráttu og tryllings gang, eins og Skallagrímur bauð uppá. Skallagrímur sigraði leikhlutan 25-14 og staðan fyrir síðasta leikhlutan því 70-54.

 

Skallagrímur kom leikinum upp í 20 stiga mun snemma í síðasta leikhlutanum og héldu þesu forskoti allan leikhlutan. Allir leikmenn fengu að stíga á parket Fjósins og kláruðu Skallagrímur leikinn 89-67.

 

 

Skallagrímur voru frábærar í seinni hálfleik. Grimmar í varnarleiknum og með Carmen í góðum gír sóknarlega, voru þær frábærar. Varnarleikurinn, samvinna og gleði var það sem Skallagrímur bauð upp á í kvöld. 

 

Carmen var flott í kvöld. Endaði með 33 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar. Sigrún endaði með 18 stig-6 stoðsendingar og 7 fráköst.

 

Stjarnan spilaði vel í fyrri hálfleik en leikur þeirra brotnaði niður í þeim seinni. Vantaði fleiri leikmenn að sýna smá neista og grimmd en Dani var mjög góð í kvöld, þó svo að hún hafi verið í strangri gæslu allan leikinn. 

 

Dani endaði með 32 stig-12 stoðsendingar og 6 fráköst.

 

Skallagrímur getur farið í úrslitakeppninna ef: Skallagrímur vinnur Haukar/ Skallagrímur tapar fyrir Haukum og Stjarnan tapar fyrir Val. 

 

Stjarnan kemst í úrlistakeppnina ef þær vinna Val og Skallagrímur tapar fyrir Haukum.

 

Dómara einkunn. 9.5

 

Áhorfendur:  Slatti c.a 250 manns

 

UPP OG ÁFRAM

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn (Ómar Örn)

 

Viðtöl eftir leik:

 

Umfjöllun og viðtöl / Hafþór Gunnarsson