Barry komnir í elite eight í úrslitum D2

14.mar.2018  07:16 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Elvar með stórleik - Komu fram hefndum gegn Eckerd

 

Barry háskólinn kom fram hefndum gegn liði Eckerd í gærkvöldi þegar þeir slógu þá síðarnefndu úr keppni í úrslitum 2. deildar háskólaboltans. 79:72 varð loka niðurstaða kvöldsins en fyrr í mánuðinum höfðu Eckerd haft sigur gegn Barry í úrslitaleik SSC deildarinnar.  Elvar Friðriksson fór hamförum í leiknum og skoraði 29 stig á þeim 34 mínútum sem hann spilaði í leiknum og réðu Eckerd ekkert við okkar mann. 

 

Þar með eru Barry komnir í 8 liða úrslit (Elite Eight) í úrslitakeppni 2. deildar og mæta þar fyrnasterku liði Ferris State frá Michigan en lið Ferris hefur aðeins tapað einum leik í allan vetur.  Leikurinn fer fram þann 20. mars nk og leikið er í Sioux Falls í South Dakota fylki.