Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi

14.mar.2018  07:14 nonni@karfan.is

Í kvöld lýkur 25. umferð í Domino´s-deild kvenna með þremur leikjum og það sem eftir lifir deildarkeppninnar er aðeins ein barátta eftir og það er slagurinn um síðasta sætið í sjálfri úrslitakeppninni! Fyrir leiki kvöldsins er það Stjarnan sem hefur bestu stöðuna en það er ekkert í hendi enn! Haukar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gær með spennusigri á Val.


Stjarnan mætir Keflavík í TM-Höllinni í kvöld og þá mætast Breiðablik og Skallagrímur í Smáranum. Snæfell og Njarðvík eigast við í Stykkishólmi en fyrir leikinn í kvöld er ljóst að Snæfell nær ekki inn í úrslitakeppnina og Njarðvík er fallið og enn án stiga á botni deildarinnar.


Leikir kvöldsins í Domino´s-deild kvenna, 19:15


Keflavík - Stjarnan
Snæfell - Njarðvík
Breiðablik - Skallagrímur

Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. Haukar 20/5 40
2. Valur 17/8 34
3. Keflavík 16/8 32
4. Stjarnan 13/11 26
5. Skallagrímur 12/12 24
6. Breiðablik 10/14 20
7. Snæfell 9/15 18
8. Njarðvík 0/24 0