Verðugt verkefni hjá Jón Axel og félögum

12.mar.2018  07:39 Skúli Sig (skuli@karfan.is)

Villikettir munu slást í fyrstu umferð

 

Eftir frækinn sigur gegn Rhode Island í gærkvöldi hjá Davidson, sigur sem tryggði þeim miðann í úrslitakeppni NCAA háskólaboltans var það ljóst seint í gærkvöldi hverjir yrðu mótherja þeirraí fyrstu umferð.  Verkefni fyrstu umferðar verða villikettirnir frá Kentucky. Svo skemmtilega vill til að Davidson háskólinn kennir sig og sitt lukkudýr einnig við villiköttinn (Wildcats)  

 

En leikurinn fyrir Davidson er risavaxinn enda Kentucky háskólinn frægur í sögulegu samhengi háskólaboltans og "kanónur" í hverju plássi þar á bæ. John Calipari, einn sigursælasti þjálfari háskólaboltans frá upphafi þjálfar liðið en hann hefur fjóru sinnum farið með liðið í final four í þessari keppni. Þar áður hafði hann farið með bæði UMass og Memphis háskólann í final four.  Með UMass háskólanum þjálfaði Calipari einmitt fyrrum leikmann Keflvíkinga, Dana Dingle. 

 

Kentucky skólinn hefur alið af sér ófáa NBA leikmenn og til að nefna nokkra þá eru það DeMarcus Cousins og Anthony Davis (Pelicans) Michael Kidd Gilcrest (Knicks) Nerlens Noel (Mavs) Rajon Rondo (Pelicans) Julius Randle (Lakers) John Wall (Wizards) Karl Anthony Towns (Twolves) og svo fjöldi annara.