Háskólaboltinn:

Sólrún í annað úrvalslið Sólardeildarinnar

12.mar.2018  18:20 Oli@karfan.is

Sólrún Inga Gísladóttir leikmaður Coastal Georgia hefur lokið leik með liðinu á þessu tímabili en liðið féll úr leik í undanúrslitum Sólardeildarinnar gegn St. Thomas 76-60. 

 

Sólrún fékk hinsvegar á dögunum viðurkenningu í deildinni. Hún var valin í annað úrvalslið Sólardeilarinnar (Second team of the year) eftir frábæra frammistöðu. Sólrún Inga er með 10,7 stig að meðaltali í leik sem er næst mesta í liðinu. Hún varð ansi þekkt fyrir langskot sitt á tímabilinu og bætti tvisvar met skólans yfir flestar þriggja stiga körfur í leik, fyrst átta í desember og bætti það svo í janúar þegar hún setti níu þrista. 

 

Liðsfélagi Sólrúnar hjá Coastal Georgia Brianna Gipson var valin í fyrsta úrvalslið deildarinnar. Þær voru því nokkuð sigursælar leikmenn Coastal Georgia í verðlaunaathendingunni síðasta fimmtudag.