Úrslit næturinnar:

Randle óstöðvandi gegn Cavaliers

12.mar.2018  10:17 davideldur@karfan.is

Timberwolves með sigur á Warriors

 

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Í Los Angeles sigruðu heimamenn í Lakers Austurstrandarmeistara síðustu ára úr Cleveland Cavaliers. Lebron James atkvæðamestur fyrir Cavaliers með 24 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar á meðan að Julius Randle átti stórleik fyrir heimamenn í Lakers, 26 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar.

 

Í TD Garðinum í Boston töpuðu heimamenn í Celtics fyrir liði Indiana Pacers. Bakvörðurinn Victor Oladipo allt í öllu fyrir Pacers á lokamínútunum, setti 7 af 27 stigum sínum á síðustu 2 mínútum leiksins.

 

Staðan í deildinni

 

 

 

Úrslit næturinnar:

 

Toronto Raptors 132 - 106 New York Knicks

Chicago Bulls 129 - 122 Atlanta Hawks

Golden State Warriors 103 - 109 Minnesota Timberwolves

Utah Jazz 116 - 99 New Orleans Pelicans

Sacramento Kings 104 - 130 Denver Nuggets

Houston Rockets 105 - 82 Dallas Mavericks

Indiana Pacers 99 - 97 Boston Celtics

Philadelphia 76ers 120 - 97 Brooklyn Nets

Cleveland Cavaliers 113 - 127 Los Angeles Lakers