Dominos deild karla:

Brynjar frá í mánuð - Brotinn á fingri

12.mar.2018  22:31 davideldur@karfan.is

Áfall fyrir Íslandsmeistarana

 

Samkvæmt frétt Vísis er fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, brotinn á fingri. Verður hann því ekki með Íslandsmeisturunum sem hefja titilvörn sína með 8 liða úrslitaviðureign gegn Njarðvík komandi fimmtudag.

 

Samkvæmt þjálfara liðsins, Finn Frey Stefánssyni, brotnaði Brynjar á æfingu liðsins í kvöld. Gera þeir ráð fyrir að þetta muni taka allt að mánuð, svo að ólíklegt er að hann nái nokkurn þátt að taka með liðinu, fyrr en og ef að þeir komast áfram í undanúrslit úrslitakeppninnar.