Umfjöllun, myndir og viðtöl:

Þreföld tvenna hjá Dani í sigri gegn Skallagrím

13.des.2017  22:57 Oli@karfan.is

 

Skallagrímur tók á móti Stjörnunni í Fjósinu í kvöld. Leikurinn var jafn og áhugaverður en í þeim 4.leikhluta, þá kláruðu stelpurnar frá Garðabæ leikinn með geggjuðum varnarleik og frábærri hittni, þá cher í lagi frá Bríet og Dani. Lokatölur 81-91.

 

Dómarar leiksins vour þeir Kristinn Óskarsson, Jóhann Guðmundsson og forsetinn góði, Sveinn Björnsson. 

 

Skallagrímur vann síðustu viðureign liðana í Garðabænum en Skallagrímur hefur tapað síðustu þrem leikjum í deild á meðan að Stjarnan vann góðan sigur á Snæfell í síðustu umferð. Mikilvægur leikur hjá þessum liðum þar sem Stjarnan er með 14 í 4.sæti deildarinnar meðan að Skallagrímur er með 12 stig í 5.sæti deildarinnar.

 

Byrjunarlið Skallagríms: Jóhanna-Carmen-Jeanne-Bríet-Heiðrún.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Dani-Ragna-Bryndís-Bríet-María.

 

Gúndi, Sævar Þóriss og Alli Emils eru mættir í stúkuna til að hvetja. Vantar fleiri fólk upp í stúku.

 

1.leikhluti:

 

Dani Rodriguez kynnti sig fyrir áhorfendum Fjósins með snöggum 10 stigum á 2 ½ mín!!. Stjarnan kom cher í góða forystu í 7-15 en á síðustu 5 mín leikhlutans kom 20-12 kafli hjá Skallagrím og staðan því eftir fyrsta leiklhuta 27-27.

 

2.leikhluti:

 

Carmen byrjaði eikhlutan hungruð. Stal boltum, óeigingjörn og grimm leiddi hún Skallagrím allan leikhlutann en undir lok leikhlutans fann Dani ilminn af hamborgunum hans Ámunda og lokaði hún fyrri hálfleiknum með sínu 8 stigum í röð og staðan í hálfleik 46-48 fyrir Stjörnuna. 

 

Tölfræði liða í hálfleik: Bæði lið að skjóta 42% en Skallagrímur er að frákasta aðeins betur. Voru með 26 á móti 21.

 

Tölfræði leikmanna: Carmen var komin með 25 stig-12 fráköst-5 stolna. Dani var komin með 28 stig-7 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Stjörnuna.

 

3.leikhluti:

 

Bríet Sif fór mikin í byrjun leikhlutans og var að hitta úr öllum mögulegum skotum. Stjarnan var komin með 54-59 forystu en Ragna Margrét fær þá sína 5 villu. Við það trylltist Amelía upp í stúkunni!!! Leikur Stjörnunnar breyttist töluvert hún fór af velli og enn meir þegar Bryndís fór út af einnig með 5 villur. Skallagrímur náði að komast aðeins á bragðið en Stjarnan leiddi fyrir síðasta leikhlutann, 67-70.

 

4.leikhluti:

 

Stjarnan tók upp á því að spila geggjaða vörn og voru skynsamar í sókn. Skallagrímur átti engin svör við vörn þeirra og voru einungis búnar að skora þrjú stig á 7 ½ mínútu. Stjarnan kom muninum í 10 stig og héldu þeim mun alla leið til enda. Lokatölur 81-91 fyrir Stjörnuna.

 

Dani og Bríet voru geggjaðar fyrir Stjörnuna. Ekki skipti máli að missa tvo leikmenn í þriðja leikhluta út af með 5 villur heldur virtist hópurinn þéttast saman við það. 

 

 

Stjarnan.

 

Dani endaði með þrefalda tvennu!! 46 stig-11 fráköst og 11 stoðsendingar. Bríet kláraði leikinn með 26 stig og 6 fráköst. Varnarleikur Stjörnunnar var til fyrirmyndar, cher-í lagi í lokaleikhlutanum. María var einnig öflug.

 

Skallagrímur.

 

Carmen endaði með 37 stig-19 fráköst-6 stoðsendingar og 5 stolna. Jóhanna var með 16 stig og 12 fráköst.  Fleirum vantaði sjálfstraust til að setja opin stökkskot eða opin sniðskot. Carmen virtist vera örmagna í lokaleikhlutanum og vantaði að aðrar stigu upp, sóknarlega séð. Skallagrímur að hitta 3 af 22 þriggjastiga skotum en voru samt að vinna frákastabaráttuna, 53/41. 

 

Upp og Áfram!!!

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ómar Örn Ragnarsson)

 

Viðtöl eftir leik:

 

 

Umfjöllun og viðtöl / Hafþór Ingi Gunnarsson

 

Myndir / Ómar Örn Ragnarsson