Fyrirliði Íslandsmeistaranna:

Brynjar Þór með körfuboltabúðir fyrir jól

13.des.2017  07:04 Oli@karfan.is

Brynjar Þór Björnsson fyrirliði Íslandsmeistara KR og leikmaður íslenska landsliðsins verður með Körfuboltabúðir í jólafríinu. Skotbúðirnar hefjast fimmtudaginn 21. desember og standa yfir í tvo daga (21. og 22. desember). Búðirnar eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9 - 16 ára og er markmið búðanna að fara yfir helstu grunnatriðin í körfubolta

 

Brynjar Þór hefur verið að bjóða upp á morgunæfingar í vetur fyrir krakka sem langar að bæta sig ásamt því að bjóða upp á hádegistíma fyrir áhugamenn um körfubolta. Hann hefur einnig boðið uppá skotbúðir fyrir fólk á öllum aldri og því miklar líkur á að það verði tekin nokkur skot. Hafa móttökurnar verið frábærar og er greinilegt að ungir jafnt sem aldnir eru ólmir í að komast í körfubolta. 

 

Verðið er 6000 kr fyrir allt námskeiðið og fer skráningin fram hér. 

 

Allar frekari upplýsingar um tímasetningu, verð og skráningu er að finna hér fyrir neðan og á facebook.