Úrslit:

Breiðablik sigraði Íslandsmeistara Keflavíkur

11.okt.2017  20:34 davideldur@karfan.is

Haukar og Valur enn taplausar

 

Þrír leikir fóru fram í Dominos deild kvenna í kvöld. Allir voru þeir spennandi fram á lokamínúturnar. Í Kópavogi sigruðu nýliðar Breiðabliks Íslandsmeistara Keflavíkur, í Stykkishólmi sigruðu Haukar heimakonur í Snæfell og að Hlíðarenda hafði Valur sigur á Skallagrím.

 

Upphaflega átti að fara fram heil umferð í kvöld í deildinni, en þar sem að það vantaði heitt vatn í Njarðvík, var leik þeirra gegn Stjörnunni frestað til morguns.

 

Staðan í deildinni